Sumum virðist einfaldlega ekki hafa verið kennt á klukku í æsku, svona þegar flestir læra á hana.
Þessir einstaklingar koma alltaf of seint, ef ekki fimm mínútum þá fimm klukkutímum, korteri, klukkutíma, hálftíma… Misjafnt eftir tilefnum og aðstæðum, en þú getur bókað að manneskjan mætir EKKI tímanlega. Ert þú mögulega þessi manneskja?
1. Já! Ég er rétt ókominn… er bara á leiðinni (eh, nei)
2. Geimverur átu köttinn minn og ég varð að ná honum aftur… Og allar hinar afsakanirnar sem þú hefur skáldað í gegnum tíðina.
3. Róaðu þig, það er fínt að mæta upp á flugvöll korteri áður en vélin fer. Þá sleppur maður við raðir skilurðu… eða ekki?
4. Og öll þessi skipti þegar þú hefur reynt að laumast inn án þess að það sé tekið eftir þér þegar þú ert allt of sein. Virkar – ekki.
5. Svo er fólkið í kringum þig ekki tilbúið að sýna því endalausan skilning að það er auðvitað ekki ÞÉR að kenna að þú ert alltaf of sein. Alls ekki, lífið bara gerist skilurðu.
6. … og hættiði að horfa svona á mehg!
7. Og getur þú talið skiptin þegar þér er ráðlagt að leggja fyrr af stað… það sé rosa sniðugt.
8. Svo er það þetta með blund hnappinn…
9. Og þetta með að mæta í svitabaði á staðinn, og geta varla andað, og finnast hjartað vera að springa.
10. Og einhvernveginn tekst þér ALDREI að reikna út hvað það tekur langan tíma að komast frá a-b. Og þú reiknar ALDREI með umferð.
11. Og af hverju þurfa allir strætisvagnar heims að vera á áætlun? Er ekki hægt að ráða bílstjóra sem koma líka of seint?
12. Hefurðu ekki örugglega reynt að stilla klukkuna þannig að hún sé aðeins of fljót en samt haldið áfram að koma seint af því það varst jú þú sem flýttir henni.
13. Og svo allt þetta innra pepp tal um að þér skuuuuli takast þetta næst.
14. En allt kemur fyrir ekki
15. Svo reynirðu að selja þér það að það sé ekki flott að vera fyrst á svæðið, að tískutengd tímaþröng sé smart, að allir aðrir hafi bara komið of snemma…
Sumt þarf maður bara að sætta sig við að ekki er hægt að breyta. Hvað er klukkan annars?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.