Ertu pirruð, þreytt, eða bara alls ekki í stuði fyrir kynlíf? Er vont að fá sér gott í kroppinn? Hér eru fjórtán ástæður fyrir því hvers vegna kynlíf getur verið óþægilegt eða sársaukafullt.
1. Klóin hans hans er á stærð við hross!
Já elskur, sumir gaurar eru bara með ansi stóran og þá getur verið erfitt að njóta góðs kynlífs ef þú ert með litla innstungu. Til að hjálpa til er um að gera að hafa langan og góðan forleik vegna þess því meira sem þú ert til í tuskið því afslappaðri verður þú og móttækilegri. Einnig er gott að vera með gott sleipiefni, það er gulls ígildi.
2. Þröngar gallabuxur eru ekki að gera sig.
Þröngar gallabuxur geta leitt til óþæginda í snípnum og því getur verið gott að hvíla sig stundum á þeim og vera í buxum sem leyfa vinkonunni á neðri hæðinni að anda, einnig koma ömmunærurnar að góðum notum til að leyfa henni að vera frjáls og óert því gerviefnin geta truflað.
3. Þú situr of mikið fyrir framan tölvuna.
Ef þú situr í lengri tíma í þröngum buxum getur þú fengið krampa í vöðvana í grindarbotninum, náladofa í lappirnar og svo framvegis. Það er góð regla að standa upp á 20 -30 mínútna fresti og teygja aðeins úr sér.
4. Hann rakar sig að neðan!
Við kunnum vel að meta vel snyrta menn en þegar hárin hans eru farin að stinga okkur þá líður okkur ekki vel, gott ráð ef maðurinn þinn er rakaður er að mýkja svæðið með nuddolíu -sem má einnig nota í kynlíf.
5. Er eins og Sahara eyðimörkin sé í klofinu á þér?
Skortur á bleytu hjá konum er ein helsta ástæða þess að konur njóta þess ekki eins mikið að stunda kynlíf. Konur geta verið þurrar nokkrum dögum eftir blæðingar, vegna pillunnar og sumar konur eru einfaldlega þurrari en aðrar konur af náttúrunnar hendi. Einnig getur verið að þú sért bara ekki orðin nógu æst fyrir kynlífið, mundu að forleikurinn er mikilvægur!
6. Það er svo mikið að gera á morgun.
Vöðvarnir í klofinu á þér eru sérlega næmir fyrir stressi þannig að ef að þú ert stressuð og hefur áhyggjur af einhverju þá spennast neðri vöðvarnir upp og það getur leitt til óþæginda í kynmökum. Einnig geta spinning og hestaferðir aukið spennu á þessu svæði. Þess vegna getur verið gott að fá smá tíma fyrir sjálfa sig fyrir kynlíf, fara í heitt bað og slaka á áður en lengra er haldið.
7. Það er allt stíflað!
Já, elskurnar harðlífi getur haft mikil áhrif á kynlífið, það er ekkert verra en að vera stífluð og vera að reyna að njóta elskunnar sinnar. Vertu dugleg að borða grænmeti ásamt því að hreyfa þig. Passaðu þig líka að skeina þig ekki of mikið, sár geta myndast bæði að framan og aftan og það er ekki þægilegt í kynlífi.
8. Það var tveir fyrir einn á barnum!
Áfengi, sterkur matur og koffín getur leitt til þess að þú þurfir að pissa oftar en ella og þú getur fengið þá tilfinningu að þú þurfir að pissa á meðan á kynmökum stendur. Passaðu þig að pissa áður en brugðið er á leik og líka eftir á til þess að hreinsa út og koma í veg fyrir þvagfærasýkingu eða önnur vandamál.
9. Þú ert með fyrirtíðarspennu.
Legið bólgnar áður en þú byrjar á blæðingum og því ertu mun viðkvæmari en ella fyrir einhverju þarna á neðri hæðinni. Besta stellingin er þú ofan á manninum, þá stjórnar þú því sem er að gerast og færð meira út úr þessu.
10. Það er hrikalega kalt úti!
Þegar það er kalt úti þá verður húðin okkar þurr og þetta á líka við vinkonu okkar, ef við erum þurrar þá getur hún líka orðið þurr, sleipiefni, sleipiefni, sleipiefni. Þarfaþing í öll svefnherbergi.
11. Þú hljópst 10 km í gær.
Leggangavöðvar þínir tengjast vöðvunum í mjöðmunum, fótum og baki. Þannig að ef þú hefur tognað eða ert með svakalegar harðsperrur þá getur verið að þér finnist erfiðara að stunda kynlíf.
12. Hann er alltaf að pota í G-blettinn þinn.
Það getur verið hreinn unaður að láta leika við G-blettinn sinn en það getur einnig látið þér finnast þú þurfa að pissa. Breyttu um stellingu þar sem að hann er ekki að pota lengur í G-blettinn þinn og gefðu honum smá hvíld. Fáðu svo rekkjunautinn til að fara meira varlega.
13. Þú ert nýbúin í Brasilísku vaxi.
Vax og rakstur getur leitt til óþæginda, bruni eftir vax, inngróin hár eða skurður eftir rakvélina geta verið sársaukafullir fylgikvillar sem jafnvel hafa sýkingar í för með sér. Náttúrulegar olíur hjápa til að laga bruna og skurði en heitur bakstur er góður á inngrónu hárin. Einnig frábær vara frá Skin Doctors sem heitir Ingrow Go, nota það beint eftir rakstur.
14. Þú ert með ofnæmi.
Sum ofnæmi koma fram í leggöngunum. Varstu að borða fisk og ert aum eða bólgin að neðan? Kannski ertu með ofnæmi sem kemur bara fram þar. Farðu til læknis og fáðu úr þessu skorið.
Síðast en ekki síst er réttast að minna á að tala um þessi mál við vinkonur þínar og/eða kvensjúkdómalækni. Við erum allar með þetta flókna líffæri sem þarf heila sérgrein í læknisfræði til að ráða fram úr.
Því meira sem við tölum saman því betur áttum við okkur á hvað er eðlilegt og hvað ekki og það er óþarfi að við höfum þetta að sérstöku feiminsmáli gagnvart hvor annari.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.