Ertu nýhætt í sambandi og veist ekkert hvernig þú átt að haga þér eftir sambandsslitin?
Hér að neðan eru nokkur góð ráð til að komast aftur í gírinn og fá “grúvið” sitt aftur.
1. Lokaðu á öll samskipti
Ekki vera endalaust að senda honum sms, eða skilaboð á Facebook. Eyddu símanúmerinu hans, taktu hann út af vinalistanum þínum og eyddu e-mail adressunni hans.
2. Farðu í eitthvað skemmtilegt ferðalag eða í skemmtiferð
Breyttu um umhverfi, ef fjárhagurinn leyfir skelltu þér þá til útlanda, ef það er ekki í boði farðu þá í nudd eða spa eða skelltu þér jafnvel í bústað, gott er að hafa góðar vinkonur með í för.
3. Fáðu þér nýtt tryllitæki
Enginn kærasti þýðir minna kynlíf, núna er um að gera að fá sér nýtt egg eða nýjan titrara til að láta sér líða vel.
4. Allt er vænt sem vel er grænt
Þér líður illa og ert döpur en ekki sökkva þér ofan í nammiskálina eða skyndibitann, borðaðu hollt, salat og góða djúsa, hreyfðu þig meira, hreyfing keyrir endorfínið upp og þér líður ekki betur á því að liggja í óhollustunni.
5. Sýndu kroppinn
Þú þarft ekki að vera í náttbuxunum og flíspeysunni allan daginn, klæddu þig upp, farðu í háa hæla, smelltu rauðum varalit á þig og klæddu þig í eitthvað smart sem sýnir líkamann þinn, þér líður betur uppáklædd heldur en að vera í náttfötunum, fáðu vinkonurnar til að kíkja með þér á kaffihús þar sem þú getur sýnt þig og séð aðra, kannski lendir þú á séns? Aldrei að vita.
6. Dekraðu við sjálfa þig
Farðu í nudd, plokkun og litun, handsnyrtingu, fórsnyrtingu eða klippingu. Þú átt það skilið og þér mun líða vel eftir á.
7. Feikaðu það
Þó þú sért ekki búin að jafna þig fullkomlega á fyrrverandi þá skaltu samt þykjast út á við. Því lengur sem þú þykist því fyrr gleymir þú fyrrverandi og ALLS EKKI tala um hann við aðra gæja sem vilja kynnast þér!
8. Vertu upptekin
Núna ertu ein og enginn kæró til að hanga með öllum stundum. Finndu þér eitthvað að gera, gerðu eitthvað nýtt og hittu vini þína eins oft og þú getur, góðir vinir eru gulls ígildi.
9. Leyfðu þér að gráta
Grátur er hreinsandi og leyfðu þér því að gráta sambandsslitin aðeins en þó ekki í margar vikur eftir slitin. Fáðu bara útrásina og svo má þetta vera búið fljótlega.
10. Slökktu á tölvunni
Ekki setja endalausar stöðuuppfærslur á Facebook um það hvað þú ert einmana eða sitja um vini þína á Facebbok spjallinu, skrifaðu tilfinningar þínar niður á blað eða settu tónlistina í botn og dansaðu eins og enginn sé morgundagurinn.
11. Hreinsaðu til í kringum þig
Losaði þig við allt sem fyrrverandi gaf þér, sendu fötin hans tilbaka, því fyrr sem þú gerir þetta því minna er á heimilinu til að minna þig stöðugt á hann og þú jafnar þig mun fyrr á sambandsslitunum.
12. Áttaðu þig á göllum hans
Margar konur dásama sinn fyrrverandi og bla bla bla en það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þið hættuð saman, líður þér ekki annars smátt og smátt betur núna? Er enginn að röfla í þér endalaust lengur? Njóttu þess að vera frjáls og laus við nöldur og vesen! Hinn eini rétti birtist fyrr eða síðar.
13. Farðu í “skemmtistaðasleik”
Já láttu vaða, farðu á djammið og finndu einhvern sætan til að kela við, þannig öðlast þú smá sjálfstraust og verður örugglega ekki svikin af því að fá að kyssa einn heitan.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.