Hvað ef þú vaknaðir einn daginn og myndir ákveða að þú værir þreytt á að vera þreytt og hreinlega komin með nóg af öllu saman? Hvað ef þú myndir ákveða að taka lífið í þínar hendur og gera það fáránlega frábært?
Alltof margir eru komin með nóg af stressi, áhyggjum og kvíða. Nóg af tárum, hjartasorg, reiði og eftirsjá. Nóg af skorti, slæmum hugsunum, hegðunum, samböndum og öllu sem er neikvætt og eitrað.
Hvað ef þú myndir taka ákvörðun um að þú vildir breyta sjáfri þér og lífi þínu en vissir ekki nákvæmlega hvar þú ættir að byrja? Það er fullt af hlutum sem þú getur gert til að byggja lífið upp á nýtt og gera það fáránlega frábært og innihaldsríkt. Hér eru 12.
1. Gefðu sjálfri þér loforð
Ég (nafn)
Ég skuldbind mig sjálfri mér.
Að eyða svo miklum tíma til að bæta mig og líf mitt að ég hafi engan tíma fyrir áhyggjur, gagnrýni, að dæma aðra og kvarta;
Að fyrirgefa og sleppa tökum á öllum fyrri vandræðum og baráttum og leyfa öllum áskorunum sem lífið sendir mér að gera mig betri ekki bitra;
Frá og með þessum degi, skuldbind ég mig að sleppa því sem liðið er og byrja að meta það sem er í núinu;
Að sleppa tökum á öllu tilgangslausa dramanu, öllum eitruðu samböndunum, hugsunum og hegðunum sem eru til staðar í lífi mínu og breyta hugsunarhætti mínum gangvart því úr slæmu í gott;
Að opna rými í hjarta mínu fyrir ást, gleði, frið og ró og að byggja upp líf mitt í núinu, frá stað af endalausum möguleikum, ekki með takmörkunum frá fortíðinni.
Ég heiti því að standa alltaf með sjálfri mér og aldrei að svíkja sjálfa mig til að þóknast öðrum.
Ég heiti því að gefa allar eitruðar hugsanir, hegðun og sambönd upp á bátinn, en aldrei sjálfa mig og mína drauma.
Frá og með þessum degi, mun ég byrja að endurbyggja líf mitt og gera það fáránlega æðislegt.
Yðar einlæg
(nafn)
2. Fyrirgefðu og slepptu takinu af særindum og gremju úr fortíðinni
Fylltu hjarta þitt af ást. Fyrirgefðu og slepptu takinu. Ekki af því sá eða sú sem særði þig á það skilið heldur því ÞÚ átt það skilið. Leyfðu fyrirgefningunni að frelsa þig af fortíðinni. Leyfðu henni að taka burt alla gremjuna sem sat eftir í hjarta þínu allan þennan tíma og leyfðu sjálfri þér að fylla þann stað af ást, frið og samúð.
Þó einhver hafi komið illa fram við þig í fortíðinni þýðir ekki að þú eigir að halda áfram með þeirra vinnu. Slepptu takinu af öllu því neikvæða í lífi þínu. Byrjaðu smátt og treystu því að um leið og þú vinnur að því að sleppa takinu mun þér líða sem þungu fargi sé af þér létt og þú sérð lífið í skýrara ljósi en áður. Þú munt verða hamingjusamari og finna meiri frið innra með þér og í lífinu í kringum þig.
3. Taktu öllu sem á vegi þínum verður með opnum örmum
Breyttu hugarfarinu frá því vonda yfir í það góða, frá kvölinni yfir í ávinningin, frá eftirsjánni yfir í fyrirgefningu og þakklæti. Lærðu að taka öllum áskorunum með opnum örmum. Hvort svo sem þessar áskoranir séu erfiðar eða góðar þá er alltaf einhver lærdómur á bakvið þær. Einbeittu þér að því sem þú lærir og hvernig það gerir þig að betri manneksju fyrir vikið
,,Þakklæti kemur fortíðinni í skilning, gefur frið í dag og skapar sýn fyrir morgundaginn.’’ –Melody Beattie
4. Sjáðu afrek þín fyrir þér og skapaðu þín eigin örlög
Spurðu sjálfa þig í hreinskilni: ,,Ef það væru engin takmörk á því sem ég gæti gert, verið eða átt, hvernig myndi líf mitt líta út?’’
Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn. Þorðu að dreyma stóra drauma. Ekki sætta þig við neitt minna en þú veist að þú átt skilið. Því ríkara sem ímyndunarafli er því fallegra verður líf þitt.
Sjáðu fyrir þér lífið sem þú þráir, manneskjuna sem þú vilt vera og samböndin sem þú vilt vera í. Lifðu eins og allir þessir hlutir sem þú vilt séu nú þegar til staðar. Finndu hvernig þér líður að hafa alla þessa frábæru hluti og leyfðu þessum tilfinningum að vera til staðar hjá þér á hverjum degi.
5. Draumar rætast ekki nema að þú vinnir að því
Gerðu það sem hjartað þitt þráir. Gerðu það sem þarf til að láta drauma þína rætast. Lestu þær bækur sem þú þarft, hafðu samband við þá sem geta hjálpað þér, lærðu á þau tól sem þú þarft að nota.
Finndu leiðbeinanda og spurðu allra þeirra spurninga sem þarf. Gerðu hvað sem til þarf til að koma þér nær markmiðinu þínu. Treystu því að hvert skref sem þú tekur muni bæta líf þitt og þú munir öðlast meiri hamingju.
6. Eitt skref í einu
Þar sem þú hefur örugglega margra ára reynslu af því að halda fast í eitraðar hugsanir og sambönd, og neikvæða hegðun verður ekki auðvelt að breyta því öllu og það mun ekki gerast yfir nóttu. Það er líklegt að þú sjáir ekki stórkostlegar breytingar á lífi þínu undir eins, en það er allt í lagi. Sýndu sjálfri þér þolinmæði á meðan þú vinnur að því að byggja nýja lífið sem þú þráir og mundu að njóta augnabliksins. Mundu að öll löng ferðalög byrja á einu skrefi.
7. Þróaðu með þér algjört traust á lífið
Þú verður að trúa og treysta. Treysta sjálfri þér, treysta fólkinu sem þú átt í samskiptum við og treystu lífinu. Leggðu hræðsluna til hliðar og leyfðu sjálfri þér að vera berskjölduð. Þróaðu með þér djúpt traust og trúðu því að allt gerist af ástæðu.
8. Leyfðu sjálfri þér að gera mistök
Leyfðu þér að mistakast og gera mistök. Það er lærdómur falinn í öllum mistökum og þú munt alltaf græða eitthvað í reynslubankann á meðan þú heldur áfram í áttina sem þú hefur valið þér.
9. Vertu góð við sjálfa þig
Elskaðu sjálfa þig og vertu góð við sjálfa þig og heimurinn í kringum þig mun byrja að endurspegla þessa hegðun þína. Hugsaðu vel um líkama og sál, stundaðu einhverskonar líkamsrækt, drekktu nóg af vatni og borðaðu hollan og næringarríkan mat.
Fóstraðu góðar og fallegar hugsanir. Sýndu samúð og vertu einlæg gagnvart þér sjálfri sem og öðrum. Taktu þér tíma fyrir sjálfa þig á hverjum degi, þó ekki sé nema 5 mínútur. Farðu í göngutúr í náttúrnni og taktu fegurðinni fagnandi.
,,Það eru aðeins tvær leiðir til að lifa lífinu. Önnur er sem ekkert sé kraftaverk, Hin er sem allt sé kraftaverk.’’ –Albert Einstein
10. Hættu að reyna að uppfylla væntingar annarra
Alltof margir eru fastir í lífi sem er alls ekki þeirra eigið. Þau lifa eftir væntingum annarra, hvað aðrir halda að sé best eða ásættanlegt, væntingum foreldra sinna eða samfélagsins. Þau hunsa sína innri rödd og hvað það er sem þau vilja út úr lífinu. Þau eru svo upptekin að reyna að þóknast öðrum að þau missa tökin á eigin lífi og gleyma hvað það er sem færir þeim hamingju og gleði.
Ekki leita að verðmæti þínu hjá öðrum. Verðmæti þitt kemur aðeins og eingöngu frá sjálfri þér. Aldrei leyfa öðrum að segja þér hvers þú ert verðug. Þú ákveður það sjálf. Um leið og þú trúir því að þú átt allt það góða í lífinu skilið byrjar heimurinn að gefa þér allt sem þið dreymir um. Og alls ekki láta væntingar annarra slá þig út af laginu.
11. Þjálfaðu hugann að lifa alltaf í núinu
Lærðu að lifa í núinu og njóta augnabliksins. Vertu þakklát fyrir það sem þú hefur nú þegar, þá þekkingu sem þú hefur og hver þú ert. Ekki leyfa huganum að blekkja þig og segja þér að þú verðir ekki hamingjusöm fyrr en þú hefur allt það sem þig dreymir um. Lærðu að sjá og meta allt það fallega sem þú hefur. Því meira þakklæti sem þú sýnir því mun fleiri hluti munt þú fá til að vera þakklát fyrir.
12. Umkringdu þig fólki sem elskar og styður þig
Fólkið í kringum þig getur lyft þér upp á erfiðum tímum og sýnt þér ljósið í myrkrinu. Umkringdu þig þeim sem sjá hver þú ert í raun og veru og hjálpa þér að sjá þína eigin fegurð. Þú munt þurfa stuðningsríka og hjálpsama vini á þinni nýju leið í lífinu.
Lofaðu sjálfri þér að gera allt til að sjá það góða í öllum aðstæðum. Vertu góð við sjálfa þig og sveigjanleg. Slepptu því óþarfa og neikvæða en aldrei sleppa draumum þínum. Vertu dugleg og mundu afhverju þú byrjaðir að byggja nýja lífið þitt.
Namasté
[Heimild: Purposefairy]
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.