Ég hugsa að allar stelpumömmur vilji vera góðar fyrirmyndir sem dætur okkar geta litið upp til og haft sem kvenfyrirmyndir svo að þær geti orðið sterkar stelpur sem arka út í lífið, fullar af sjálfstrausti og sjálfsöryggi. Sáttar, sjálfsstæðar og engum háðar.
Jessica Samakow, pistlahöfundur hjá Huffington Post, tók saman þennan fallega ellefu atriða lista um það sem hún og systir hennar hafa lært af sterku, frábæru mömmu sinni.
Eftirfarandi eru hennar orð:
Þú MÁTT vera ánægð með sjálfa þig…
Um daginn sendi mamma mér mynd af sjálfri sér með nýja klippingu og skrifaði við myndina „Sjáðu hvað ég er æðisleg!” Ég hló upphátt. Allstaðar er konum kennt að hæla sjálfum sér ekki um of, en málið er að mamma var ótrúlega flott með þessa klippingu, — af hverju ætti hún ekki að vera ánægð og segja frá því?!
…og þú þarft ekki að biðjast afsökunar þegar þér gengur vel
Mamma byrjaði nýjan feril á síðasta ári hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í að endurbæta heimili. Á vinnustaðnum hennar eru aðallega karlmenn en hún var ekki lengi að skjóta þeim ref fyrir rass og varð fljótt sú söluhæsta.Hún er hörð á því að það hafi ekki haft neitt með heppni að gera, hún lagði mest á sig, var best í þessu og leyfir sér að vera bara stolt af því.
Að hæla sjálfri sér þýðir ekki að maður sé að gera lítið úr öðrum
Það að vera glöð með eigin afrek þýðir ekki að þú sjáir ekki styrkleika annara. Mamma er alltaf sú fyrsta til að benda fólki á styrkleika þess. Sérstaklega ef það fólk eru hennar eigin dætur.
Það hefur ekkert upp á sig að bera sig saman við aðrar konur
Mamma umgengst vinkonur sínar líkt og þær væru af hennar eigin holdi og blóði … Hún er á speed-dial hjá flestum þeirra. Hún á í frábærum samböndum við aðrar konur af því hún hlustar án þess að dæma, er eilíf uppspretta af skilningi; og hún er gersamlega laus við alla samanburðaráráttu og öfund.
Ef þú getur talið vini þína á fingrum annarar handar þá ertu mjög heppin
Mamma er búin að hamra á þessu við okkur síðan við vorum í leikskólanum og einhver krakka asninn skildi okkur útundan. Ég hef haft þetta hugfast alla tíð, alveg í gegnum menntaskólann og meira að segja yfir þetta ömurlega tímabil sem við köllum tvítugsárin. Mamma lagði áherslu á, að það er miklu mikilvægara að rækta samböndin sem virkilega skipta máli, heldur en að eyða dýrmætri tilfinningalegri orku í svokallaða dægurvini, eða fair weather friends.
Ekki láta þér detta í hug að sambandið þitt sé eina uppspretta hamingjunnar
Ég horfði á ótrúlega mikið af Disney myndum þegar ég var lítil. Fyrir vikið uppskar ég þá vitneskju að glerskór passa eiginlega ekki á neinn og að fiskar geta verið ótrúlega hressir og vinalegir. Ég keypti aldrei þessa þvælu um að karlar gætu bjargað konum eða að hjónaband væri endanlegur áfangastaður hverrar konu, af því ég var alin upp af kvenmanni sem sýndi mér alveg hið gagnstæða.
Þú þarft ekkert leyfi til að gera það sem þú vilt, þegar þú vilt
Mamma afþakkaði einu sinni starf af því hennar fyrrverandi hélt það væri eitthvað óöruggt fyrir hana. Hún hefur milljón sinnum sagt mér að þetta ætlar hún ALDREI að gera aftur. Ekki hafa áhyggjur mamma. Mitt líf = mínar reglur!
Þú getur staðið á eigin fótum:
All the ladies who truly feel me, throw your hands up at me.
Að fyrirgefa er ekki það sama og að vera einhver gólftuska
Mamma kenndi mér að sumt fólk er þess virði að því sé fyrirgefið, – en aðrir eiga það ekki skilið.
Hetjur gráta líka:
Mömmur eru líka manneskjur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.