Lengi vel hefur verið sett samasemmerki á milli þess að vera morgunmanneskja og vegna vel í lífinu.
Laura Vanderkam, rithöfundur bókarinnar What the Most Successful People do Before Breakfast, gerði rannsókn á 20 framkvæmda- og forstjórum sem leiddi m.a. í ljós að 90% þeirra vakna fyrir klukkan 6 á morgnana á virkum dögum.
Forstjóri PepsiCo, Indra Nooyi , vaknar t.d. kl. 04:00 og er mætt til vinnu ekki seinna en 7. Forstjóri Disney, Bob Iger, fer á fætur kl. 04:30 til að lesa og forstjóri Square, Jack Dorsey, er farinn út að hlaupa kl. 05:30.
Ég hugsa að við getum flest verið nokkuð sammála um tengslin á milli þess að vakna snemma og vegna vel.
Hér eru 10 önnur atriði sem að þau sem vegna vel framkvæma fyrir morgunmat!
- Þau hreyfa sig því annars er hætta á því að öll verkefnin sem hrannast upp yfir daginn ýti hreyfingunni til hliðar.
- Þau klára vinnutengd forgangsverkefni, það getur verið best að vinna að erfiðu forgangsverkefni í morgunkyrrðinni í friði og ró.
- Þau vinna að persónulegu verkefni sem vekur hjá þeim eldmóð .. eins og að skrifa eða kynna sér málefni sem eru þeim hjartfólgin.
- Þau eyða tíma með fjölskyldunni .. t.d. með því að lesa fyrir börnin eða elda góðan morgunmat.
- Morgunfundir. Þau sinna og styrkja tengslanetið yfir kaffibolla eða morgunmat.
- Þau hugleiða til að hreinsa hugann.
- Þakklæti. Þau skrifa niður það sem þau eru þakklát fyrir.
- Þau plana og skipuleggja.
- Þau skoða póstinn sinn.
- Þau lesa fréttir.
Að endingu vil ég taka fram að ég þekki nokkrar manneskjur sem að vakna ekki fyrir sólarupprás en vegna samt vel í lífinu.
Lestu einnig um 23 merki þess að þú sért morgunmanneskja – A týpa og Konurnar sem stjórna heiminum.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.