104 ára langamma í Ameríku ætlaði sér að vera heiðarleg og ljúga ekki til um aldur en kom að lokuðum dyrum þegar barnabarn hennar, Gail Marlow, reyndi að velja ártalið 1908 sem fæðingarár.
Samkvæmt stillingum Facebook máttu ekki vera eldri en 99 ára til að geta skráð þig að samfélagsmiðilinn svo sú gamla neyddist til að notast við rangt fæðingarár og stillti bara á 1928.
Gail skrifaði Mark Zuckerberg bréf til að kanna hvort hann gæti lagað vandann en hún hefur ekkert heyrt frá billjarðamæringnum unga.
Fulltrúi frá Facebook tilkynnti hinsvegar að það væri verið að vinna í lausn á málinu enda hefði þetta aðeins nýlega komið upp að svo þroskaðir einstaklingar væru byrjaðir að skrá sig á vefinn.
Elsti virki Facebook notandinn til þessa hefur verið Ivy Bean, fyrrum myllustarfskona.
Hún fæddist 98 árum áður en Facebook kom til sögunnar en það hélt ekki haldið aftur af henni. Hún kunni vel að meta Facebook sem leið til að halda tengslum við vini og vandamenn, skoða myndir og fylgjast með.
Eftir smá tíma komst hún upp á lag með að setja inn myndir, statusa og myndbönd sjálf og því næst skráði hún sig á Twitter.
Ivy sem er heyrnadauf átti meira en 3000 vini og meðal þeirra voru auðvitað börn og baranabörn en Ivy blessunin lést árið 2010, þá 104 ára að aldri.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.