Við erum allar með brjóst, misjafnlega löguð, misjafnlega stinn, misjafnlega stór, mislítil. Sjálfar elskum við þau og þolum ekki á víxl, stundum eru þau fyrir okkur, stundum vildum við að þau væru stærri.
Við skiljum ekki lætin yfir þeim og við skiljum lætin yfir þeim. Þegar öllu eru á botninn hvolft eru brjóst samt alltaf frábær. Hér eru tíu staðreyndir um brjóst sem allir ættu að hafa á hreinu.
1. Brjóst geta byrjað að myndast þegar stelpur eru 10 ára og þau hætta ekki að stækka og mótast fyrr en þú ert tvítug.
2. Of mikil kynferðisleg áhersla hefur verið lögð á brjóst vestrænna kvenna sem hefur gert það að verkum að brjóstin hafa of mikil áhrif á það hvernig ungar konur upplifa eigin líkama.
3. Brjóst hafa líffræðilegan tilgang. Þeim er ætlað að næra lítil börn.
4. Brjóst breytast þegar kona hefur gengið með barn og gefið því brjóst. Margar konur fá stærri brjóst og stinnleikinn í þeim verður minni. Að þyngjast eða léttast hefur líka áhrif á brjóstin. Þau minnka oftast um leið og þú léttist.
5. Þegar stelpur eru á kynþroskaskeiði geta brjóstin þroskast hratt sem veldur miklum óþægindum og viðkvæmni. Sumar fá jafnvel slitför.
6. Stór brjóst gera konu ekki meira sexý, kvenlega eða “betri”. Það sama gildir um lítil brjóst.
7. Mjög stór brjóst geta leitt til þess að konur fá bakverk og höfuðverk.
8. Brjóstahöld eru ekki bara nærföt. Þau geta verið nauðsynlegur stuðningur og komið í veg fyrir meiðsli, meðal annars þegar stelpur stunda íþróttir.
9. Brjóstakrabbamein er mjög sjaldgæft hjá ungum stelpum en það er engu að síður mikilvægt að fara reglulega í skoðun og leita að einkennum um leið og blæðingar byrja. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef það er saga um brjóstakrabbamein í fjölskyldunni.
10. Öll brjóst, hvort sem þau eru stór eða lítil, virka heillandi, jafnvel dáleiðandi á hitt kynið. Og stundum á okkur sjálfar. Brjóst eru mjúk og góð. Allir elska brjóst!
Áfram brjóst! #freethenipple
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.