1. Taktu mynd af ísskápnum áður en þú ferð út í búð. Þá sérðu betur hvað þig vantar.
2. Ef þú notar Macbook þá festast heyrnatólin við skjáinn.
3. Breyttu “lock-screen” myndinni með nafni og símanúmeri sem hægt er að hringja í ef síminn týnist.
4. Notaðu usb tengil aftan á sjónvarpi til að hlaða þegar þú ert að ferðast. Þá þarftu bara snúruna!
5. Ef það er lélegt samband, skiptu yfir á “flight mode” í nokkrar sekúndur. Þegar þú slekkur, tengist síminn sjálfkrafa næstu mögulegu tengingu.
6. Settu símann í stóran bolla/glas áður en þú ferð að sofa ef þú átt erfitt með að vakna. Hringingin magnast og ómar um allt herbergið!
7. Ef þú rekst á eitthvað gott tilboð, taktu mynd af því eða skjáskot og nýttu þér það í versluninni.
8. Notaðu tvo mismundandi liti af gúmmíi fyrir heyrnartólin þín svo þú eigir auðveldara með að muna hvort fer í hægra og vinstra.
9. Taktu skjáskot af leiðarvísi og slökktu á “location services” til að spara batterí.
10. Skiptu yfir í “flight mode” svo síminn hlaði sig hraðar.
p.s. Kíktu svo hér til að sjá hvernig þú sparar gagnamagnið.
(Heimild: The crazy coupon lady)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.