Það er gaman að gefa tækifærisgjafir vegna þess að þær eru gjafir sem koma viðtakandanum skemmtilega á óvart.
Tækifæristgjafir geta líka virkað sem ísbrjótur í boði þar sem þú þekkir gestgjafann ekki mjög vel og eru því leið til að hjálpa til við samskipti og tengjast betur. Tækifærisgjöf er lítil gjöf sem þarf ekki að kosta mikið. Tækifærisgjöf getur verið túlípanabúnt, gott ilmkerti eða sniðug bók.
Til að gefa ykkur hugmyndir að skemmtilegum litlum gjöfum eru hér dæmi um gjafir sem ég hef nýlega gefið.
Keep Calm for Ladies inniheldur frábær kvót kvenna um hitt og þetta eins og peninga, vinskap, fjölskyldu og ungdóm; “Life is uncertain. Eat dessert first.” -Ernestine Ulmer.
Er vinkona þín að fara til Rómar, New York eða annarrar borgar? Það eru til frábærar leiðarvísabækur frá Phaidon sem fara yfir helstu áfangastaði eins og listasöfn, verslanir, veitingastaði, hótel, skemmtistaði, lýsingu á hverfum o.fl. Einnig eru mjög góð kort í þeim. Bækurnar fást baðar í Iðu, Lækjargötu.
Lancome naglalökkin koma í mörgum flottum litum og eru ekki dýr. Sjá meira um þau hér.
Eitthvað eitt úr Honeymania línunni frá Body Shop t.d. Honeymania bubble bath melt sem inniheldur vilt blóm og “fair trade” hunang frá Eþíópíu. Vildi að þú gætir fundið lyktina af þessum vörum í gegnum skjáinn!
Litað dagkrem frá Maybelline með SPF 15 og bæði til fyrir feita og þurra húð. Gefur ljóma og helst lengi yfir daginn. Fæst í Hagkaup og er á góðu verði.
Skemmtileg minnisblokk fyrir ævintýragjörnu vinkonuna sem dregur þig í allskonar vitleysu. Fæst í Iðu og er undir þúsund krónum.
Stress-fix rollon með lavender ilm frá Aveda. Þú rúllar yfir úlnliðinn þegar þú finnur fyrir stressi og streytu og andar að þér.
Freyðivín í fallegri flösku. Ég mæli með Prosecco.
Kort keypt hjá Blómatorginu í Kringlunni. Settu í það sæta orðsendingu og kvót. Þetta er mitt uppáhalds kvót; “If you risk nothing, you gain nothing” -Bear Grylls.
Sumarlegur varalitur eða gloss. Hægt er að fá flotta liti með góðri næringu hjá Body Shop og Nix.
Þetta kerti keypti ég nýlega í L’Occitane í Krinlgunni ásamt ilmvatni í sömu línu – Néroli & Orchidée. Ekki ódýrasta ilmkertið en svo sannarlega þess virði að kaupa. Lætur heimilið ilma eins og það sé tandurhreint og tekur langan tíma að brenna.
Vonandi koma þessar hugmyndir að gagni. Njótum þess að gefa og gleðja!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.