Á síðustu árum hafa stofublóm og pottaplöntur átt rækilegt comeback. Þessi hýbílatíska var í fullum blóma á hippatímanum, og allt til sirka 1980, en þá er eins og þetta hafi bara lagst af og við tók eitthvað svarthvítt og ótrúlega litlaust tímabil miðað við það sem áður var. Nú er það liðin tíð og aftur elskum við að tengjast náttúrunni í gegn um gróðurinn.
Lóðréttir garðar
Ein leið til að hafa bæði gagn og gaman af plöntum er að rækta kryddjurtir og matjurtir í eldhúsinu. Eins og sjá má á þessum myndum er líka hægt að hafa þetta ótrúlega smart og fara aðrar leiðir en að raða pottunum upp í glugga þó það sé vissulega fallegt líka. Fyrirbærið kallast lóðréttir garðar, eða vertical gardens, og þá er hægt að græja í allskonar útfærslum. Flestar útfærslurnar eru mjög einfaldar, svo einfaldar að ekki þarf meira en eina ferð í Rúmfatalagerinn, Byko eða Ikea til dæmis og málið er leyst.
Líka fínt á pallinn
Pallettudæmið finnst mér líka mjög skemmtilegt og tilvalið til að skreyta utanhúss, til dæmis við pallinn þar sem oftast fer full mikið fyrir pallaefni að mínu mati, og of lítið fyrir gróðri, þó þetta sé aðeins farið að breytast líka því núna er í tísku að hafa tré í pottum á pallinum og sem mest af blómum.
Ef þú skyldir nú taka þig til og prófa eitthvað svona eins og á myndunum þá máttu endilega senda mér myndir á pjatt at pjatt .is eða á messenger og ég fæ að forvitnast aðeins meira um hvernig þú fórst að 🙂 Mér finnst þetta eitthvað svo spennó.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.