Saga mannkynsins geymir nöfn ansi margra kvenskörunga, og tæki það allann daginn að þylja þær allar upp!
Upphaflega var hugmyndin hjá mér sú að velja 10 konur af öllum þeim valkyrjum sem hafa látið að sér kveða í gegnum mannkynssöguna, en sá fljótt að ég yrði bæði að setja mér tímaramma og sætta mig við að 10 konur væru hámarkið….
Málið er að við kvenfólk, þrátt fyrir allt það óréttlæti sem við höfum þurft að þola í gegnum tíðina bara fyrir það eitt að vera með brjóst og buddu, erum svo miklir skörungar að þegar við tökum okkur til förum við létt með að rata inn á síður mannkynssögunnar!
Listinn góði dreypir á kvensum þeim sem eiga það allar sameiginlegt að hafa verið á lífi einhverntímann á 20. öldinni (1900-1999) og hafa haft mikil áhrif á líf mitt. Listinn er engann veginn í sérstakri röð:
1. J.K Rowling
Breska einstæða móðir Harry Potter! Var við það að lepja dauðann úr skel og eyddi fæðingarorlofinu sínu á kaffihúsum þar sem hún hafði ekki efni á að greiða rafmagnsreikninginn og var kuldinn að drepa hana heima fyrir. Hún keypti sér einn kaffibolla á dag og nýtti sér svo fríar áfyllingar, og á meðan barnið svaf samdi hún fyrstu Harry Potter bókina. Í dag státar hún af því að hafa vermt sæti á Forbes listanum yfir ríkasta fólk í heimi þó svo að ríkidæmi hennar fari nú eitthvað dalandi… En hún kemur aldrei til með að þurfa að flýja heimilið sitt og dúsa heilu dagana á kaffihúsi til að halda á sér hita!
2. Amelia Earhart
Fyrsta konan til að fljúga ein yfir Atlandshafið! Og hún lét ekki þar við sitja heldur setti hvert sólóflugmetið á fætur öðru. Árið 1937 ætlaði hún svo að reyna að fljúga hringinn í kringum jörðina en hvarf einhversstaðar yfir Kyrrahafinu. Hvarf hennar er og verður alltaf ráðgáta en arfleifð hennar til okkar eru setningar eins og „Aldrei trufla einhvern sem er að gera það sem þú sagðir að væri ekki hægt að gera” og „áhrifaríkasta aðferðin til að gera hlutina er að gera hlutina” Amelía einfaldlega vissi út á hvað þetta gekk allt saman!
3.Díana prinsessa
Allir sem ég hef hitt síðan þessi merka kona dó muna hvar þau voru og hvað þau voru að gera þegar þau fréttu að Díana prinsessa væri látin! Hún tileinkaði lífi sínu því að hjálpa öðrum og var í raun manngæskan holdi klædd. Hundelt af papparössum öll sín fullorðinsár og lést fyrir tilstilli þeirra! Falleg að utan sem innan!
4. Oprah
Oprah var ekki bara fyrsta blökkukonan til að vera með sinn eiginn spjallþátt, heldur fyrsta konan til að eiga sinn eiginn spjallþátt! Oprah er með auðugustu konum heims og nýtir auðævi sín vel til góðs. Sjálf var Oprah beitt kynferðislegu ofbelti á unga aldri og hefur lagt sitt af mörkum við að auðvelda líf kvenna sem lent hafa í kynferðislegu ofbeldi. Einnig er Oprah ein af áhrifaríkustu manneskjum í Hollywood og hefur verið það lengi. Ef þú ert ekki kúl í augum Queen O, þá getur þú alveg jarðað hugmyndina um að verða eitthvað í Hollywood..
5. Marilyn Monroe
Marilyn var goðsögn í lifanda lífi! Það merkilegasta var að þessi fallega leik og söngkona var ekkert yfirburða hæfileikarík… En hæfileikaskortinn bætti hún upp með yfirburðafegurð, persónutöfrum, glamúr og fágaðri og einstaklega sjarmerandi og fallegri framkomu. Eitt þekktasta nafn fyrr og síðar!
6. Vigdís Finnbogadóttir
Það er eiginlega ekki hægt að fara í gegnum þennann lista án þess að nefna Vigdísi. Þegar nafn þessarar fallegu konu ber á góma brýst þjóðremban fram hjá Íslendingum, en þó fyrst og fremst íslenskum konum! Fyrsti kvenkyns forsetinn í heiminum- afrekaði það á meðan hún sem einstæð móðir ól upp dóttur sína, á tímum þar sem það að vera einstæð móðir þótti ekki sérlega töff! Vígdís er og verður alltaf þjóðarstolt Íslendinga!
7. Rosa Parks
Þegar þessi litla kona frá Alabama neitaði að standa upp fyrir hvítri manneskju í strætó, þá stóð hún jafnframt táknrænt upp fyrir lítilmagna Bandaríkjanna á þessum tíma, þeldökku fólki – og leiddi þessi einfalda neitun hennar á því að vera niðurlægð og álitin minna virði en aðrir óbeint til þýðingarmestu lagasetninga í réttindabaráttu þeldökkra. Lítil kona með risa kjark!!
8. Móðir Teresa
Hógværa nunnan sem glóði af manngæsku, friðarverðlaunahafi Nóbels sem tekin var í tölu heilagra árið 2003 fyrir að helga lífi sínu því að hjúkra og annast þúsundir sjúkra, fátækra og deyjandi í Calcutta. Góðmennska holdi klædd!
9. Coco Chanel
Franska tískudrottningin sem endurskilgreindi kvenlega tísku. Hennar uppáhald var að taka hefðbundinn karlmannsfatnað og endurhanna sem kvenmannsföt og er hennar þekktasta meistaraverk kvenmannsdragtin eða “The Chanel suit”. Hún vann sig áfram á eigin verðleikum úr því að vinna sem saumakona fyrir franskt tískuhús í að eiga og stjórna sínu eigin tískuheimsveldi!
10. Madonna
Alltaf rebell, alltaf að hneyksla og alveg ófeimin við að vaða ótroðnar slóðir til að fá það sem hún vill! Er algjör skilgreining á orðinu “stórstjarna” og hefur endurskilgreint sjálfa sig sem listamann oftar en meðalmanneskja skiptir um sokka. Löngu orðin schawilljóner og hefur selt yfir 250 milljón plötur á ferlinum. Kom Kaballah á kortið og er ötul talsmanneskja mannréttinda í heiminum.
Ok Madonna og Móðir Teresa á sama lista… Ekki oft sem það gerist! En þessar konur eru sannir skörungar og eiga skilið sinn stað á spjöldum sögunnar!
Hrafnhildur, eða Krummi, er mamma, förðunarfræðingur, leikkona, kærasta, systir, dóttir, handverkskona og listakona svo fátt eitt sé nefnt. Ung flutti hún frá Sauðárkróki til Reykjavíkur þar sem hún lærði förðunarfræði en seinna flutti hún til Alabama, USA þar sem hún lærði leiklist. Eftir nokkur ár í Bandaríkjunum lá leið hennar aftur til Sauðárkróks og hún er því rödd landsbyggðarinnar á meðan pjattrófa. Hrafnhildur er fædd 21. febrúar árið 1980 og er fiskur.