Ég gerði færslu um daginn þar sem ég tók einn kjól og breytti fylgihlutum hans og yfirhöfnum og kjóllinn gjörbreyttist við það. Hann varð eins og nýr kjóll þegar litlar breytingar voru gerðar.
Við lendum allar í því að eiga alltof mikið af fötum en samt eiga engin föt. Þið skiljið hvað ég meina ekki satt?
Það er auðveldlega hægt að nota sömu flíkina í heila viku án þess að nokkur taki eftir því. Hvernig?
Notaðu mismunandi sokkabuxur, bættu við belti, breyttu um jakka, farðu í flotta uppháa sokka. Ef maður vill vera eins hagsýnn og hægt er þegar kemur að fatavali er best að velja náttúrulega liti, ekki æpandi liti. Svartur, brúnn, grár og allir dökkir litir. Ef ég kæmi í sama svarta bolnum í vinnuna í heila viku myndi sennilega enginn kippa sér upp við það en ef ég mætti nú eins bol nema gulum í heila viku fengi ég sennilega meiri athygli en fyrir svarta bolinn. Fólk man betur eftir skærum litum.
Ég tók 10 flíkur (13 ef sokkar og sokkabuxur eru teknar með).
- 2 skópör
- 1 kjól
- 1 stuttbuxur
- 1 belti
- 1 loð um hálsinn
- 1 síðan bol/kjól
- 1 pels
- 2 tvær peysur.
Úr þessu náði ég að gera 15 heil átfitt.
Það er ótrúlegt hvað bara breyting á sokkabuxum getur gert. Ég sjálf er t.d ekki mikið fyrir buxur. Á nánast engar buxur, ekki einu sinni gallabuxur. EN ég á 34 sokkabuxur í öllum litum og mynstrum. Ég nota þær við mismunandi kjóla og stuttbuxur og þær breyta miklu.
Rennið í gegnum myndirnar og fáið hugmyndir um hvernig fataskápurinn ykkar gæti nýst betur…
Myndirnar gerði ég á síðu sem heitir looklet.com – mjög skemmtileg síða.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.