Þessi fyrirsögn virkar stuðandi en vittu til. Það er áveðinn sannleikur í þessu. Í fyrsta lagi eru ljónin ekki sérstaklega fyrirsjáanleg svo þú veist í rauninni ekkert hvað þú ert að fara út í þegar þú byrjar að deita ljón. Svo eiga þau það til að vera yfirþyrmandi.
Þegar þau mæta í partý (nú eða fara heim úr þeim) þá líður fólki stundum eins og hvirfilbylur hafi verið að renna í gegn. Þau geta nefnilega verið með svo dýnamíska og over-the-top persónuleika að það er ekki annað hægt en að ýmist elska þau eða hata. Þau fara sjaldnast milliveginn.
Hér eru topp tíu ástæður þess að það er ekki að því hlaupið að elska ljón.
1. Ljón geta verið aðeins of yfirþyrmandi
Eins og nafnið ber með sér er hinn konungur frumskógarins totem dýr þeirra sem fæðast í þessu merki og til að vera konungur þá þarf auðvitað ýmislegt til. Þau eru meiriháttar sjálfstæð og þola því alls ekki að vera sagt fyrir verkum eða að það sé reynt að fá þau til að skipta um sínar sterku skoðanir. Þetta getur auðvitað verið skemmtilegt til að byrja með en með tímanum getur þetta kónga viðhorf reynt mikið á í langtíma sambandi.
2. Ljón eru viðkvæm
Ljónin setja alltaf sig sjálf í fyrsta sæti og eru með frekar stórt egó sem gefur þeim yfirbragð þess að vera með góða sjálfsmynd og búa við gott sjálfsöryggi. En stórt egó hefur líka allskonar vankanta, eins og til dæmis viðkvæmni. Og þar sem elsku ljóninu finnst mjög erfitt að slá ekki í gegn allsstaðar þar sem það kemur þá getur það verið viðkvæmt.
3. Ljón slá eignarhaldi á það sem þau elska
Ef ljónið tekur ástfóstri við eitthvað (þig) þá kemur ekki til mála að deila því með öðrum. Ljónið hefur því tendens til að verða afbrýðissamt og vilja „eiga“ viðkomandi sem getur vissulega verið pirrandi. Það er þetta með að vera ekki alltaf í fyrsta sæti (og öðru og þriðja). Þú átt að vera aðdáandi númer eitt og ljónið vill alls ekki þurfa að keppa um athygli þína.
4. Ljón vilja stjórna
Ein ástæða þess að ljón geta verið svona svakalega sexý er þetta sjálfsöryggi sem vefst svo lítið sem ekkert fyrir þeim. Þau eru alltaf með tökin á öllu og presentera sig svo vel að öðrum liður stundum eins og þau séu ráðrík og vilji ekki leyfa öðrum að komast að. Það semsagt mjög erfitt og krefjandi að vera meðvirkur í kring um ljón.
5. Ljón eru montrassar
Ljónin eru mjööög lítið í því að tala sig niður og flækja það ekki fyrir sér að deila með öðrum hvað þau standa sig vel í lífinu eða hafa unnið mörg afrek. Vissulega eigum við að vinna í væntumþykju í eigin garð en það getur auðvitað verið tvíeggja sverð. Það nenna ekki allir að hlusta á montræður ljónsins um eigin afrek og ágæti og sumir verða reyndar bara syfjaðir á því. Hvað þá í langtíma sambandi.
6. Ljón eru óþolinmóð
Ljón krefjast þess að lífið sé nánast stöðug skemmtun. Það verður alltaf allt að vera spennandi og þar af leiðir að þeim fer að leiðast heldur fljótt ef þeim finnast hlutirnir taka of langan tíma. Það getur verið vandamál.
7. Ljón eru hégómagjörn
Ef þú vilt vinna ljónið á þitt band þá þarf eiginlega bara að hrósa því og segja því hvað það er fallegt, duglegt, lekkert, sniðugt og klárt. Þá bráðnar blessað ljónið í höndunum á þér. Þetta getur þó verið ansi krefjandi í langtíma samböndum og myndi jafnvel flokkast undir það að vera „high-maintenance“ sem er ekki allra tebolli.
8. Ljón eru metnaðarfull
Ljón geta verið gríðarlega metnaðarfull og fara rakleiðis að markmiðum sínum þegar þau eru búin að finna út hvað þau vilja. Fyrir fólk sem er ekki jafn drífandi getur þetta verið svolítið erfitt. Ástarsamband er aldrei að fara að fullnægja þörfum ljónsins fyrir ævintýri og frama og stundum eiga þau til að ýta okkur út í kant ef við erum ekki í sama markvissa taktinum og þau sjálf.
9. Ljón eru spennandi
Ljón eru algjörir sérfræðingar í að halda lífinu viðburðaríku og spennandi. Það þarf engum að leiðast í kring um ljón. Það gerir þeim auðvitað frekar erfitt fyrir að settla niður og yfirleitt nenna þau ekki, eða pirrast yfir því að gera hluti sem þó eru nauðsynlegir í lífinu. Eins og bara það sem snýr að heimilishaldi og daglegum rútínum.
10. Ljón eru dramadrottningar
Hvort sem ljónið er karl eða kona þá eru þetta algjörar dramadrottningar. Þannig að ef þú ert ekki týpan sem höndlar smá drama og vesen þá skaltu ekki deita ljón. Hvort sem um er að ræða góðar eða slæmar tilfinningar þá er ljónið oftast í svona x10 og það fer ekki framhjá neinum. Sem betur fer eru þó til manneskjur sem eru alveg til í að deila dögum sínum með manneskju sem upplifir lífið og tilveruna á hæsta styrk – alla daga.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.