Einn uppáhalds veitingastaðurinn okkar í höfuðborginni, Sushisamba, hélt japanska matarveislu hjá sér sem lauk með pompi og prakt í fyrradag.
Til landsins kom sérfróður maður í japanskri matargerð, hann Kaz frá Washington DC. Kaz þessi elskar hreinlega að elda en Kaz er fæddur og uppalin í Nagoya, Japan og hefur aldrei langað að gera neitt annað í lífinu en verða matreiðslumaður.
Ungur fluttist hann til Bandaríkjanna og rétt fyrir síðustu aldamót opnaði hann veitingastað í hjarta Washington en hingað til landsins kom hann sem gestakokkur, sérstaklega fyrir þessa japönsku daga á SushiSamba.
Fulltrúi Pjattsins lét sig að sjálfsögðu ekki vanta í smakkið enda erum við allar ástríðufullar áhugakonur um góðan mat. Þetta var upplifelsi beint í bragðlauka og gaman að fá hvern framandi réttinn á fætur öðrum á borðið fyrir framan sig.
Sannkölluð ævintýra ferð! クール Kūru!
Kíktu hér á myndirnar frá Japönsku dögunum á Sushsamba. Taktu sérstaklega eftir silkisloppum þjónanna sem eru sérleg gjöf frá Japanska Sendiráðinu á Íslandi.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.