Það er sama um hvaða hluta kvenlíkamans er að ræða, allt kemur og fer úr tísku.
Núna eru breiðar og gróskumiklar augabrúnir í tísku og stelpurnar sem voru alltaf með plokkarann hátt á lofti eru byrjaðar að safna.
Því miður gengur ekki öllum jafn vel að safna, einfaldlega vegna þess að við erum allar með misþykkar augabrúnir og eins eru þær misjafnar í laginu. Sumar eru með bogadregnar, aðrar með hvassa “Marilyn” brún og svo eru sumar með góðan og gróskumikinn lubba.
Stundum hafa konur plokkað sig svo lengi og mikið að vöxturinn verður heldur gisinn. Þá eru hárin svona á stangli og nokkrir millimetrar á milli þeirra stundum. Ógeðslega erfitt að freistast ekki til að plokka en endilega sjáðu hvað þú heldur þetta lengi út.
Á þessum tíma er líka gott að eiga góðan augnbrúnablýant til að fylla inn í eyðurnar. Passaðu þig bara að hann sé ekki of dökkur mv. þinn eigin lit því það getur komið furðulega út.
Ef það kemur svo engin almenninleg spretta þá þarftu víst bara að sætta þig við stöðuna eins og hún er og gera það besta úr henni.
Farðu í plokkun og láttu taka mið af brúnunum þínum eins og þær eru, ekki eins og þú vildir að þær væru.

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Er hænuhaus. Hef thing fyrir Marilyn Monroe og svona sitthvað fleira.
4 comments
Miklar augnbrúnir gefa sannarlega meiri karakter en lítil plokk strik…Muriel Hemmingway er ca 10.000 sinnum flottari en Pamela A.
Hæhæ, ég googlaði bara og fann þá þessa síðu, veit ekkert hver sér um þessa síðu eða neitt en bara verð að fá að koma með eina spurningu:/
Kom heim í öngum mínum áðan eftir að hafa farið í lit og plokk en skvísan plokkaði innan úr fremri hluta annarar augnbrúnarinnar (vá veit ekkert hvernig mar segir þetta) þannig að það má segja að það vanti einn “bita” í hana:( en málið er sko að mig langar að vita vex þetta aftur eða á ég að panta mér strax hjá lýtó í hár ígræðslu??
Vonandi getur einhver svarað mér því ég hef MIKLAR áhyggjur af þessu:(
með fyrirfram þökk.
Kv
Ein alveg í öngum sínum!!:(
Hæ elsku Heiða. Hárin vaxa aftur, ég skal lofa þér því. Þú þarft bara að nota einhvern góðan skugga eða blýant til að “fylla upp í”.
Taktu bara B vítamín á kvöldin áður en þú ferð að sofa og þannig ættirðu að hvetja hárvöxtinn svolítið áfram.
Og ALDREI fara á þessa stofu aftur. Prófaðu kannski að fara á Helenu Fögru næst. Mér skilst að þar sé að vinna stelpa sem fékk fyrstu verðlaun fyrir litun og plokkun á iðn-nema móti um árið. Hún er víst rosa fær 🙂
Úfff…..ég var bara ekki að gúddera þetta svona sko, svaf bara varla yfir þessu:( En TAKK TAKK fyrir svarið elsku Margrét:*
Þarf að koma hingað oftar;)
og takk aftur kærlega:)
Kv Heiða Björt <3
Lokað fyrir athugasemdir.