Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir árið 2017.

Hugsaðu jákvætt, hafðu í huga að útkoman getur alltaf verið góð, jafnvel æðisleg.

Hugurinn þarf að trúa því að hann GETI gert eitthvað áður en ráðist er í verkið. Leiðin til að vinna bug á neikvæðum niðurrifs hugsunum er að þroska með sér hið gagnstæða; jákvæðar tilfinningar og hugsanir sem yfirbuga þessar neikvæðu og eru mun sterkari.

Hlustaðu eftir því hvernig þín innri rödd talar við þig. Er  hún neikvæð? Segir hún þér að þú getir ekki gert hlutina? Hættu að hugsa svona. Þaggaðu niður í þessari rödd og láttu hana segja fallega, uppbyggilega og góða hluti við þig.

Segðu þá upphátt í spegilinn inni á baði ef þú þarft þess. Hvað sem er að fara að gerast fókuseraðu á það sem þú VILT að gerist og taktu svo skrefin í rétta átt.

Nei, þú getur ekki stjórnað ÖLLU sem kemur fyrir þig en þú getur sannarlega ráðið því hvernig þú bregst við.

Það er gott og slæmt í lífi okkar allra en hvort við verðum hamingjusöm og fengsæl veltur í öllu á því að hverju við einbeitum okkur og hverju við trúum að geti gerst. Þetta er allt í kollinum á okkur.

Hugsaðu jákvætt