Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir næsta ár.

Einbeittu þér að því sem þú getur raunverulega haft bein áhrif á og breytt. Þú getur ekki breytt öllu en þú getur sannarlega breytt einhverju.

Að eyða tíma þínum, hæfileikum og tilfinningalegri orku í hluti sem þú hefur enga stjórn á er uppskriftin að ergelsi, þunglyndi, pirring og stöðnun.

Settu orkuna í hluti sem þú getur breytt og haft áhrif á. Það er svo ótrúlega margt. Gerðu eitthvað í þessu núna strax.

Breyttu því sem þú getur breytt.