Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir árið 2017.

Byrjaðu að næra mikilvægustu samböndin í lífi þínu. Komdu fram við mikilvægasta fólkið eins og kóngafólk.

Þú munt upplifa sanna og einlæga gleði og ánægju um leið og þú byrjar að segja fólkinu sem þú elskar hvað þér þykir vænt um þau og hvað þau skipta þig  miklu máli. Þú getur ekki verið öllum allt, en þú getur skipt nokkrar manneskjur öllu máli.

Finndu út hvaða fólk skiptir þig mestu máli í lífinu og komdu fram við það eins og kóngafólk. Mundu að þú þarft ekki svo og svo marga vini, heldur aðeins vini sem þú getur treyst og stólað á að eru og verða það alltaf.