Í dag er 26. desember annar í jólum og nú styttist hratt í áramótin. Frá 1. des höfum við talið niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir árið 2017.

Byrjaðu að taka fulla ábyrgð á þínu eigin lífi. Þínar ákvarðanir og þín mistök – þú berð fulla ábyrgð. Ef þú gerir mistök, sýndu þá viljann til að bæta fyrir þau.

Annaðhvort tekur þú ábyrgðina á eigin lífi — eða einhver annar gerir það.

Og um leið og þú lætur aðra um ábyrgðina á lífi þínu, þá ertu orðin/n þræll annara manna drauma og hugmynda og þá eru það þeirra draumar sem ráða ferðinni í ÞÍNU lífi. Ekki þínir eigin draumar.

Þú ert eina manneskjan sem getur raunverulega ráðið ferðinni í þínu eigin lífi og þar með útkomunni.

Það verður ekki auðvelt fyrir þig að taka fulla stjórn. Allir þurfa að horfast í augu við margskonar erfiðleika í þessu lífi, en þú og bara þú verður að taka ábyrgð á aðstæðunum sem þú ert í og komast svo yfir hindranirnar sem mæta þér í framtíðinni.

Ef þú velur að taka ekki ábyrgð þá verður líf þitt aðeins tilvist og þú verður farþegi, en ekki bílstjóri, í eigin lífi.