Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir árið 2017.

Vertu opnari með líðan þína og tilfinningar. Segðu frá því ef þér líður ekki vel.
Ef þér líður illa þá skaltu gefa sjálfri/sjálfum þér tíma og rúm til að upplifa tilfinningarnar þínar, en vertu opin með það.

Segðu þínum nánustu frá því ef þér líður ekki vel.

Leyfðu þeim að hlusta. Það er svo einfalt að blása út og það gerir svo mikið fyrir líðanina. Í raun er það að tala um það hvernig þér líður, besta meðalið og skref í áttina að því að líða betur sem fyrst.

Opnaðu hjartað