Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir árið 2017. Svo geturðu líka bara hugsað aðeins út í þetta með morgunkaffinu… 

Byrjaðu að taka eftir fegurðinni í því smáa, í litlu hlutunum í lífinu.

Í stað þess að bíða eftir að eitthvað STÓRT gerist, til dæmis hjónaband, barneignir, stöðuhækkun, stóri vinningurinn í Lottó – finndu þá frekar hamingjuna í því sem gerist á hverjum degi.

Til dæmis eins og að njóta kaffibollans, horfa á frostrósir á rúðunni, finna hvað maturinn sem þú eldar bragðast ótrúlega vel, að horfa á mynd með barninu þínu eða makanum, eða bara að finna hlýjuna í höndunum hans/hennar.

Að taka eftir og njóta þessara einföldu, en samt gefandi athafna og hluta hefur einstaklega jákvæð áhrif á tilveru þína og líðan.

Hamingjan felur sig í athöfnum daglegs lífs.