Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir árið 2017.

Byrjaðu að hjálpa fólkinu í lífi þínu, og líka þeim sem einfaldlega þurfa á aðstoð þinni að halda.

Láttu aðra skipta þig máli. Gefðu leiðsögn ef þú ratar betri leið. Því meira sem þú hjálpar öðrum, því meiri verður hjálpin sem þú færð sjálf. Ást og kærleikur leiða aðeins af sér meiri ást og kærleika. Og svo koll af kolli.

Byrjaðu að hjálpa öðrum