Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir árið 2017.

Byrjaðu að vera þú sjálf eða þú sjálfur, heilt og í gegn, alla leið.

Ekki reyna að vera önnur manneskja en þú ert, það er einfaldlega bara sóun á þér. Vertu þú sjálf, umvefðu það. Fagnaðu einstaklingnum sem býr innra með þér, hugmyndum þínum, styrkleikum, fegurð… þú ert einstök manneskja, mannvera, maður, kvenmaður. Njóttu þess!

Vertu besta útgáfan af sjálfum eða sjálfri þér, á þínum eigin forsendum, vertu sú manneskja sem þú vilt vera – samkvæm sjálfri þér, sönn.