KYNLÍF: Topp 10 algengustu kynlífsvandamálin

Þó að heilbrigt og gott kynlíf sé með því skemmtilegasta sem fullorðið fólk fær að upplifa er ekki þar með sagt að það verði aldrei vandræði í Paradís. ALLIR eiga nefninlega eftir, á einum eða öðrum tímapunkti ævi sinnar, að glíma við einhverskonar kynlífsvanda.

Sambandsrágjafastofan RELATE í London segir eftirfarandi vera 10 algengustu kynlífsvandamálum breta (þó ekki í pikkfastri röð):

1. Föst í rútínu

Eftir því sem samband verður lengra festist kynlífið í sömu hjólförunum. Þessu lenda flestir í á einum eða öðrum tímapunkti.

2. Engin fullnæging

Rannsóknir sýna að allt að 35% kvenna hafa aldrei fengið fullnægingum meðan önnur 25% eiga í vandræðum með að fá fullnægingu. Um 70% kvenna fá aldrei fullnægingu af samförum einum saman.

3. Of brátt sáðlát

Þetta vandamál hrjáir um 30-40% allra karla.

4. Ólíkar þarfir

Karlar hafa almennt meiri kynlífsþörf en konur þar sem þeir hafa um 20-40 sinnum meira af kynhormóninu testesterón í blóðinu. Þetta magn helst yfirleitt það sama í gegnum ævi karla á meðan það breytist hjá konum eftir því hvar þær eru í tíðahringnum og hvort þær hafa átt börn eða ekki.

5. Vandamál með holdris

Um 40% karla eiga í vandræðum með þetta þegar þeir ná fertugsaldrinum og um 70% karla sem hafa náð sjötugsaldri. Yfirleitt hefur vandinn að gera með of mikið stress, áfengisneyslu eða heilsuvandamál.

6. Sársauki við samfarir

Yfirleitt stafar þetta af skorti á kynferðislegri löngun. Fæðingar, breytingaskeið, sýkingar og fleira geta líka orsakað vandann.

7. Skortur á kynlífi í sambandinu

Flest pör fara í gegnum tímabil þar sem annað eða bæði hafa lítinn áhuga á kynlífi. Vandinn getur stafað af stressi, þreytu eða djúpstæðum tilfinningalegum orsökum.

8. Auðveldara aðgengi að klámi á netinu

Notendur geta misst tilfinninguna fyrir líkamlegu kynlífi meðan makinn finnur fyrir höfnunartilfinningu.

9. Sambönd á netinu

Tækifærin til að hittast og daðra við ókunnuga verða fleiri eftir því sem samskiptaleiðum á netinu fjölgar. Þetta kemur niður á æ fleiri samböndum.

10. Fíkn

Öll kynlífshegðun sem virðist stjórnlaus til dæmis að skoða klám, stjórnlaus sjálfsfróun eða heimsóknir til vændiskvenna.

Ítarlegri upplýsingar og einfaldar ráðleggingar er hér að finna á heimasíðu Relate.

Sharing is Caring Share on FacebookPin on PinterestShare on TumblrTweet about this on TwitterShare on RedditShare on Google+
Lanza