Heimilshald: Notaðu kók til að þrífa klósettið

Screen Shot 2013-08-15 at 17.30.36

„Hlandsteinn“ er ekki beint fallegasta orð okkar ágæta tungumáls en það lýsir vel skáninni sem getur myndast í botni klósettskálar…

…og ekkert virðist duga til að ná henni í burtu. Hvorki Ajax, Þrif, klór né önnur kraftmikil og dramatísk hreinsiefni.

Hinn ægivinsæli drykkur Coca Cola inniheldur hinsvegar allskonar kemísk efni og sýrur svo öflugar að þær ná að losa þennan erfiða stein upp og það á nokkuð stuttum tíma.

Skólastýra Hússtjórnarskólans, Margrét Sigfúsdóttir, gaukaði eitt sinn að mér þessu frábæra ráði þegar ég tók við hana viðtal um vorhreingerningar: „Maður hellir bara kóki í klósettið um kvöldið og næsta morgun er allt orðið skínandi hreint,“ sagði sérfræðingurinn.

„Um morguninn er best að bursta klósettið samkvæmt venju en svo er um að gera að þrífa það vel með sápu því bakteríur gætu sótt í sykurinn ef hann er látinn liggja áfram í skálinni.“

Prófaðu þetta!

Það er mun skynsamlegra að nota kók sem hreinsiefni í klósett en daglegan svaladrykk enda þarf ekki að hafa mörg orð um ‘hollustuna’, hvort sem um er að ræða sykrað eða sykurlaust. Lestu meira um kókið HÉR.

Margrét Gústavsdóttir
Margrét H. Gústavsdóttir gerði fyrsta vefinn sinn árið 1996 og bloggaði fyrst árið 2002. Hún hefur starfað við blaðamennsku, auglýsingagerð, markaðsmál, ritstjórn, skífuþeytingar, útvarp og fleira tengt fjölmiðlum frá því hún var tvítug en netið hefur alltaf verið hennar uppáhald. Margrét bjó í nokkur ár í London, L.A og Köben en býr nú hér í borg óttans. Hér eru tenglar á samfélagsmiðlana hennar...